sudurnes.net
Laga þrep við Brimketil - "Tökum hratt og örugglega á nýjum áskorunum" - Local Sudurnes
Reykjanes Geopark mun bregðast hratt við og laga merkingar á þrepi á palli við Brimketil eins fljótt og kostur er, en kona á áttræðisaldri slasaðist á fæti eftir að hafa fallið við á nýbyggðum útsýnispalli við náttúruperluna. “Umsjónarmenn og hönnuðir pallsins höfðu nýlega gert sér grein fyrir að þetta þrep væri ekki næginlega greinanlegt. Þessar fréttir greikka sporið og lagt verður kapp á að koma upp lista á brún þrepsins til þess að gera það greinanlegra.” Sagði Gunnar Hörður Garðarsson hjá Reykjanes Geopark í spjalli við Suðurnes.net. Gunnar Hörður sagði einnig að pallurinn, sem settur var upp í kjölfar aukinna vinsælda staðarins, hafi komið í veg fyrir að slys yrðu í klettum sem eru á svæðinu. “Pallurinn við Brimketil var settur upp til að bæta öruggt aðgengi að náttúruperlunni sem er að finna í sjávarborðinu en með auknum vinsældum svæðisins var fólki farið að skrika fótur á rölti í klettunum á svæðinu í leit að Brimkatli. Það er að baki en við tökum hratt og örugglega á nýjum áskorunum sem koma upp í því ferli að gera skoðunarferðir um Reykjanesskagann öruggar og ánægjulegar.” Meira frá SuðurnesjumUngur drengur féll ofan í gjótu við Bláa lónið – Fluttur á HSS til aðhlynningarÞjófar stálu jólabjór [...]