sudurnes.net
Lækka framlag til nýrrar heilsugæslu um 100 milljónir - Local Sudurnes
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins fyrir árið 2023 verður dregið úr fjármögnun nýrrar heilsugæslu, sem til stendur að byggja í Reykjanesbæ, um 100 milljónir króna. Þetta kom fram í ályktun sem lögð var fram á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var þann 17. september síðastliðinn. Þar kom einnig fram að viðmið heilsugæslu í þjónustu er 8.000-10.000 íbúar á heilsugæslu. Á Suðurnesjum ættu að vera þrjár heilsugæslur miðað við íbúafjölda. Ályktunin í heild: Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 17. september 2022 krefst þess að ríkisvaldið bæti heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 23% á árunum 2016-2022 en landsmeðaltalið er 12%. Fjárveitingar til heilbrigðismála á Suðurnesjum hafa ekki endurspeglað þá þróun. Í tölum hins opinbera kemur fram að heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem eru 65 ára og eldri eru um helmingur af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi eru rúmlega 14% mannfjöldans. Í ljósi þess að fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum er ekki einungis þörf á auknum fjármunum í heilbrigðiskerfið heldur á stórauknu átaki í þjónustu við aldraða í heimahúsum. Jafnframt er kallað eftir stefnumótun til framtíðar í hjúkrunar- og dagdvalarrýmum á Suðurnesjum og landinu öllu og að slík stefna [...]