sudurnes.net
Lægstu systkynafslættir fyrir skóladagvistun í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Systkynafslættir fyrir skóladagvistun eru lægstir hjá Reykjanesbæ þegar borin eru saman 15 stærstu sveitarfélög landsins. Reykjanesbær gefur 25% afslátt af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þetta kemur fram í úttekt Verðlagseftirlits ASÍ, en þar segir að systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Sérstaklega er tekið fram að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Reykjanesbær kemur vel út úr samanburðinum að öðru leyti, en á meðal þess sem borið var saman er verð á mat, verð á skóladagvistun auk þess sem borin vorus saman gjöld fyrir hina ýmsu forgangshópa. Hér má nálgast töflu með öllum upplýsingum um gjöldin á skóladagvist og mat og breytingarnar á þeim Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær kemur [...]