sudurnes.net
Kynnast sjávarútvegnum í Vinnuskóla Codland - Local Sudurnes
Dagana 18. júlí til og með 21. júlí var starfræktur Vinnuskóli Codland í samstarfi við Grindavíkurbæ. Markmið skólans að þessu sinni var að kynna ungmennum Grindavíkur, fæddum 2001 og 2002, starfsemi á Reykjanessvæðinu tengda sjávarútvegi. Farið var með hópinn í heimsókn til fyrirtækja í kringum Grindavík og starfsemi þeirra kynnt. Við upphaf námskeiðisins var nemendum skipt niður í hópa sem vann saman að hópeflis æfingum fyrstu daga vinnuskólans. Á lokadegi skólans áttu hóparnir að nýta sér það sem þeir höfðu lært auk staðarþekkingar sinnar til að finna upp og búa til vöru úr sjávartengdu hráefni sem þau teldu að gæti selst í búðum. Hópurinn sem stóð sig best fékk síðan verðlaun. Nánar má lesa um það sem krakkarnir í Codland vinnuskólanum tóku sér fyrir hendur á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Meira frá SuðurnesjumHvernig innrétta 10 mismunandi einstaklingar eins skipulagðar íbúðir?Þróttarar í samstarf við Blush – Vilja fjölga iðkendumÆrslabelgur á ÁsbrúFFGÍR býður foreldrum grunnskólabarna á fyrirlestur með Þorgrími ÞráinssyniTaktu jólamyndina í gamaldags jólastofuSyngja veiruna burt og styrkja Kvennaathvarfið í leiðinniHreyfivika UMFÍ: 520 íbúar Reykjanesbæjar syntu 400.000 kílómetraBætt heilsa í vaktavinnu er nauðsynlegNý lög um meðhöndlun úrgangs – Svona á að flokka!Verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið og götuna