Nýjast á Local Suðurnes

Kveikt í körfuboltavelli í Grindavík

Hinn glæsilegi körfuboltavöllur við Hópsskóla virðist vera mjög lokkandi í augum skemmdarvarga en í gær var kveikt í undirlagi vallarins. Er þetta í annað skipti sem kveikt er í vellinum en undirlag hans er úr gúmmíplötum sem fuðra hratt upp ef eldur kemst í þær. Skipta þarf út 15 plötum til að gera við skemmdina og eru flestar þeirra gjörónýtar. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Snarræði nágranna vallarins varð til þess að ekki fór verr en Guðmundur Bragason náði að slökkva eldinn ásamt syni sínum Braga. Börn sem voru að leik í nágrenni vallarsins urðu eldsins vör og létu Guðmund vita sem fyllti flöskur og hellti á eldinn sem kraumaði í gólfplötum.