Nýjast á Local Suðurnes

Kuldaleg veðurspá næstu daga

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands hafa gefið út veðurspá fyrir komandi viku. Reiknað er með Bjartviðri á sunnanverðu landinu og um tveggja stiga frosti. Fólki er bent á að hafa varann á hugsi það sér til hreyfings, en búast má við hvassiviðri og éljagangi norðan- og austantil á landinu og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám.

“Mjög kuldaleg veðurspá næstu daga, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan, en lengst af björtu veðri sunnan heiða. Heldur bætir í vind og ofankomu á morgun og frá þriðjudegi má búast við hvassviðri og éljagangi eða snjókomu norðan- og austantil á landinu og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám. Það dregur síðan að öllum líkindum bæði úr vindi og éljum næstu helgi.” Segir í hugleiðingum veðurfræðings.