Nýjast á Local Suðurnes

Kröftugur skjálfti á Reykjanesi – Búast við áframhaldandi hviðum

Kröft­ug­ur jarðskjálfti varð á Reykja­nesskaga klukk­an 17.06. Skjálft­inn varð um tvo km norðaust­ur af Fagra­dals­fjalli og var 4,2 að stærð.

Skjálft­inn fannst vel á öllu Reykja­nes­inu, sem og höfuðborg­ar­svæðinu, segir á vef veðurstofu.

Á Face­book-síðu al­manna­varna vegna skjálfta­hrinu og mögu­legra elds­um­brota á Reykja­nesskaga segir að gera megi ráð fyrir áhlaup­um og jarðskjálfta­hviðum áfram.