sudurnes.net
Krefjast þess að byggingarframkvæmdir við Leirdal verði stöðvaðar - Local Sudurnes
Íbúar við Leirdal í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar krejast þess að byggingarframkvæmdir við Leirdal 2 – 16 verði stöðvaðar og að ákvörðun bæjarstjórnar varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna verði ógilt. Þetta kemur fram í kæru sem send hefur verið Úrskurðarnefnd umhverfis- og aulindarmála. Íbúar við götuna telja að breytingar á deiliskipulagi séu verulegar, en í upphaflegu skipulagi var gert ráð fyrir að tveggja íbúða parhús yrðu byggð á lóðunum, en með breytingum á deiliskipulagi er gert ráð fyrir fjögurra íbúða raðhúsum. Íbúar við Leirdal telja að með þessum breytingum muni umferðarþungi um götuna aukast til muna með aukinni slysahættu. Þá telja kærendur að útlit og form svæðisins taki miklum breytingum, þar sem til stendur að reisa veggi til þess að aðskilja lóðir. Breytingarnar á deiliskipulaginu voru samþykktar þrátt fyrir að athugasemdir hafi borist frá íbúum við götuna í grenndarkynningarferli. Meira frá SuðurnesjumÍbúum fjölgar í Vogum – Mögulegt að lóðum verði úthlutað á miðbæjarsvæðiHöfnuðu fjölgun íbúða og fækkun bílastæðaÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarTæplega 90% íbúa Suðurnesja skráðir á Heilsugæslustöðvar á svæðinu110 íbúðir rísa við FramnesvegFarga jólatrjám fyrir íbúaSígarettustubbar geta leitt til uppsagnar á leigusamningumNý heilsugæsla í Innri – Njarðvík í útboðsferliÓsk um stækkun hótels hafnað eftir andmæli nágrannaBæjarráð ræðir sláttinn