sudurnes.net
Kraftur óskar eftir kröftugum sjálfboðaliðum - Allir geta tekið þátt! - Local Sudurnes
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstanendur, ætlar að perla armbönd með Suðurnesjamönnum, laugardaginn 30. september, í húskynnum Rauða krossins Smiðjuvöllum (við Iðavelli), Keflavík, milli kl. 13 – 17. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir. Kraftur óskar eftir kröftugum sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Öll armbönd eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bak við hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbmein og aðstandendur. Sjálfboðaliðar geta komið á milli kl. 13 og 17 á laugardaginn í Rauðakrosshúsið við Iðavelli og perlað með Krafti á þessum tíma. Vel verður tekið á móti sjálfboðaliðum boðið verður upp á léttar veitingar fyrir alla. Meira frá SuðurnesjumVíðir-Reynir á fimmtudag: Ágóði af miðasölu til styrktar fjölskyldu Jóhannesar HilmarsÁtta vildu 66°Norðurrými á KEFSuðurnesjaslagur í Höllinni – Tryggðu þér miða í forsöluLoka hluta Hringbrautar vegna framkvæmdaNýir aðilar í gleraugun á KEFSólseturshátíðin í Garði hefst á mánudagVogar bjóða íbúum upp á ókeypis skyndihjálparnámskeiðBjóða veglegan afslátt í leiktæki á LjósanóttVíðismenn söfnuðu fyrir fjölskyldu Jóhannesar Hilmars – Frábær mæting á völlinnAllur ágóði af [...]