sudurnes.net
Köstuðu flugeldum inn um bréfalúgu - Snarræði íbúa kom í veg fyrir slys - Local Sudurnes
Snarræði íbúa í húsi einu í Sandgerðishverfi Suðurnesjabæjar kom í veg fyrir að tjón eða slys á fólki yrði eftir að flugeldum var kastað inn um bréfalúgu á húsnæði í hverfinu. Þetta kemur fram í umræðum um málið á Facebook-síðunni Frétta- og upplýsingasíða fyrir Sandgerðinga. Í umræðunum kemur fram að þetta sé ekki eina tilfellið hvar óvarlega er farið með flugelda í sveitarfélaginu, en myndir eru birtar af skemmdum póstkössum og skemmdum eftir að flugeldunum var kastað inn um áðurnefnda bréfalúgu. Þá kemur fram í umræðunum að málið hafi verið eða verði tilkynnt til lögreglu og barnaverndaryfirvalda þar sem meintir gerendur séu á unglingsaldri. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnKvartað undan hávaða vegna aukinnar flugumferðarLúmsk hálka á Suðurnesjum – Fimm umferðaróhöpp í morgunTölvubúnaði fyrir 20 milljónir stolið – Lögregla leitar upplýsingaHeilsuspillandi starfsumhverfi í skólum – Geta ekki veitt upplýsingar um heilsufar starfsfólksSjáðu hvort nafnið þitt var notað á meðmælendalistaVilja skriflega ferla ef verk fara fram úr áætlunum33% verslana á Suðurnesjum seldu börnum tóbakStefnir á kvikmyndahátíðir með Zombie Island í haustFlutningabíll valt á Reykjanesbraut