Nýjast á Local Suðurnes

Kostnaður við að mæta til vinnu yfir 150.000 krónur verði veggjöld að veruleika

Mynd: Skjáskot You-tube / Ívar Gunnarsson

Suðurnesjabúinn Ívar Gunnarsson heldur úti áhugaverðu vídeóbloggi á Youtube-síðu sinni hvar hann fer um víðan völl og ræðir hin ýmsu málefni líðandi stundar á skemmtilegan og fræðandi máta. Ívar gerði veggjöld og opinber gjöld á Suðurnesjum að umræðuefni í bloggi sínu á dögunum, en þar kemur meðal annars fram að kostnaður kappans við að mæta til vinnu myndi nema um 150.000 krónum á ári, hið minnsta, yrðu veggjöld að veruleika.

Vídóblogg Ívars hafa áður vakið töluverða athygli, en hann hefur meðal annars upplýst neytendur um afar áhugaverða verðlagningu á papríku á Dominos-pizzum á afar einlægan og skemmtilegan hátt svo eitthvað sé nefnt.