Nýjast á Local Suðurnes

Kostnaður Íþrótta- og tómstundaráðs eykst – Hækka hvatagreiðslur og bjóða frítt í sund

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun Íþrótta- og tómstundaráðsin fyrir starfsárið 2020. Fyrir utan hefðbundinn rekstur eru áherslur ráðsins eftirfarandi, birtar með fyrirvara í fundargerð ráðsins um að ekki verði gerðar breytingar í umræðum bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun.

Stefnt er að því að hækka hvatagreiðslur úr 28.000 í 35.000 kr., en kostnaður sveitarfélagsins vegna þess málaflokks er um 50 milljónir króna í ár. Þá stefnir sveitarfélagið á að frítt verði í sund fyrir 18 ára og yngri, öflugum samstarfsamningum við aðalstjórnir Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og Ungmennafélag Njarðvíkur. Kofabyggð Skátafélagsins Heiðabúa verður lagt lið, áframhaldandi stuðningur verður við starfsemi Virkjunar. Auk þessa er síðan gert ráð fyrir að hafist verði handa við byggingu á nýjum gervigrasvelli vestan Reykjaneshallar.