Nýjast á Local Suðurnes

Kórónuveirusmit komið upp í tveimur grunnskólum

Komið hefur upp kórónuveirusmit í tveimur grunnskólum í Reykjanesbæ og er einn bekkur í sóttkví.

Þetta kemur fram í fundargerð neyðarstjórnar Reykjanesbæjar frá því í gær. Þar kemur fram að um sé að ræða einn bekk í Holtaskóla og samkvæmt heimildum er um að ræða einn starfsmann í Heiðarskóla og eru tveir í sóttkví vegna þess.  Samkvæmt fundargerðinni er því einn bekkur í sóttkví ásamt nokkrum kennurum og einum stuðningsfulltrúa.

Samkvæmt heimasíðum skólanna tveggja gekk kennsla vel í síðustu viku og verður haldið áfram með sama hætti í þeirri næstu.