Nýjast á Local Suðurnes

Kona handtekin grunuð um íkveikju í fjölbýlishúsi

Kona á fertugsaldri hefur verið handtekin, grunuð um íkveikju í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Lögregla telur að þetta megi rekja til deilna milli hennar og fyrrverandi sambýlismanns hennar sem búsettur er í húsinu. Um 30 manns voru í fjölbýlishúsinu þegar eldurinn kom upp.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þar kom einnig fram að lögregla telji að ekki leiki neinn grunur á að íkvekjan sé einhvers konar hatursglæpur né að hún tengist útlendingaandúð. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir konunni.