sudurnes.net
Kona á sjötugsaldri býr á tjaldsvæði - Sandgerðisbær hafnaði viðræðum við ÍLS um kaup á húsnæði - Local Sudurnes
Kona á sjötugsaldri býr á tjaldsvæðinu í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði sem hún bjó í var selt. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sandgerðisbær hafnaði á dögunum viðræðum við Íbúðalánasjóð um kaup á húsnæði sem sjóðurinn hefur umráð yfir í sveitarfélaginu. Konan sem um ræðir hefur búið í fellihýsi á tjaldsvæðinu undanfarnar vikur, en í fréttatímanum var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, forseta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, sem sagði sveitarfélagið hafa fá úrræði fyrir fólk í þessum aðstæðum sem stendur. Ólafur Þór sagði einnig að ekki væri boðlegt að fólk þyrfti að búa á tjaldsvæði og að sveitarfélagið væri að vinna í að skapa langtímalausnir á vandanum. Allar sveitarstjórnir á Suðurnesjum fengu bréf frá Íbúðalánasjóði í byrjun júní, þar sem þeim var boðið að kaupa eignir í eigu sjóðsins í viðkomandi sveitarfélagi áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði í haust. Í bréfinu er stungið upp á því að umræddar eignir gætu nýst sem félagslegt úrræði og er minnt á að sjóðurinn veiti sérstök lánakjör vegna kaupa á húsnæði í slíkum tilgangi. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa tekið erindi sjóðsins fyrir á bæjarráðs- eða bæjarstjórnarfundum, en Sandgerðisbær var eitt þeirra sem höfnuðu erindi sjóðsins um kaup á umræddum fasteignum. Meira frá SuðurnesjumLeigufélag [...]