sudurnes.net
Koma upp vara vatnsbóli - Local Sudurnes
Reykjanesbær og Suðurnesjabær hafa undanfarið unnið að því með stjórnvöldum að koma upp nýju vara vatnsbóli við Árnarétt í Garði. Nýtt vatnsból mun nýtast þeim 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum sem eru í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Boranir hófust mánudaginn 20. nóvember síðastliðinn og er gert ráð fyrir að nauðsynlegur dælubúnaður sem getur skilað neysluvatni inn á dreifikerfi vatnsveitunnar verði kominn upp eftir um þrjár vikur. Ljóst er að verði neysluvatnslaust á svæðinu myndi skapa neyðarástand þar sem neysluvatn er grunn forsenda þess að hægt sé að halda uppi búsetu og atvinnustarfsemi á svæðinu, segir í tilkynningu. Mikill skilningur hefur verið á þessu og tilskilin leyfi til borunar fengið flýtimeðferð í stjórnsýslunni, segir jafnframt. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSkálað í vatni við verklokOpna vef- og Facebooksíðu vegna kosninga um sameininguÁkærðir fyrir að valda tugmilljóna tjóni – Byrjuðu á að stela kexi og kókómjólkÍbúafundur um fjárhagsáætlun SandgerðisbæjarMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnStefnt á að nýr skóli taki til starfa í Innri-Njarðvík árið 2017Frumhönnun nýs sundlaugarsvæðis kynnt – Sjáðu myndirnar!Þróttur í úrslit fótbolta.net mótsins eftir sigur á VíðiYfir 20% hækkun á fasteignaverði í Reykjanesbæ og Grindavík á fimm mánuðum