sudurnes.net
Kókaínmaður sætir tilkynningaskyldu - Local Sudurnes
Erlendur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum eftir að tollgæslan hafði stöðvað hann vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis. Hann reyndist vera með tvær kókaínpakkningar í fórum sínum og fjórar til viðbótar innvortis. Við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum sagðist hann hafa gripið til þessa ráðs til að greiða skuld við ónafngreinda menn erlendis. Kvaðst hann hafa staðið einn að tilrauninni til smygls á fíkniefnum og hefði ætlað að koma þeim í verð hér á landi. Maðurinn, sem nefndur er kókaínmaðurinn í tilkynningu lögreglu, sætir nú tilkynningaskyldu til 4. apríl næstkomandi. Meira frá SuðurnesjumFischerhús að færast í fallegan búning – Myndir!Ekið á hund í miðju tístmaraþoniErlendir ferðamenn í vandræðum í myrkri – Óku lúshægt eftir ReykjanesbrautGamla íþróttavallarhúsið rifið á aðeins einum degiKörfuboltaveisla í Keflavík í vikunni – El-Classico á föstudagBúast má við að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði lækkað frekarVarðskipið Þór fær heimilisfesti í NjarðvíkurhöfnSvona búa umsækjendur um alþjóðlega vernd í öðrum löndum Evrópu – Myndir!Ásmundur hvetur fólk til að hætta viðskiptum við stærsta símafyrirtæki landsinsGlæpasamtök svíkja út vörur hjá Icelandair – Selt á götum úti erlendis