Nýjast á Local Suðurnes

Kettir komu íbúum til bjargar í bruna á Ásbrú

Eldur kviknaði í íbúð á Ásbrú í Reykja­nes­bæ á tí­unda tím­an­um morg­un, að sögn lög­reglu voru það kett­ir sem komu íbú­um til bjarg­ar en mæðgur sem voru í íbúðinni komust út heil­ar á húfi. Þrír kett­ir þurftu hins veg­ar á súr­efni að halda eft­ir björg­un­ina, að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

Mæðgurnar komust út úr íbúðinni en lög­regl­an bjargaði þrem­ur kött­um út úr íbúð­inni og varð að gefa þeim súr­efni þegar út var komið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Á vef Vík­ur­frétta kem­ur einnig fram að kettirnir hafi fund­ist á svefn­her­berg­is­gólfi og voru þeir hálf líf­vana enda mik­ill og þykk­ur svart­ur reyk­ur um alla íbúð.