sudurnes.net
Kemur sér vel að hafa kraftakarl á staðnum þegar færa þarf bíl - Myndband! - Local Sudurnes
Gúrkutíðin getur komið sér vel og gefið blaðamönnum tækifæri til að skoða aðeins léttari hluta tilverunnar og það skemmtilega sem veraldarvefurinn hefur upp á að bjóða. Ein slík létt yfirferð á internetinu leiddi blaðamann Suðurnes.net að myndbandinu hér fyrir neðan, en það sýnir svo ekki verður um villst að það getur komið sér vel að hafa hraustmenni á staðnum þegar færa þarf sýningargrip, sem vegur nokkur hundruð kíló, um stað – Og ef menn eru ekki ánægðir með nýju staðsetninguna, þá má bara færa bílinn aftur! Suðurnesjamaðurinn og hraustmennið Garðar “Gæi” Viðarsson tók sig til fyrir nokkrum misserum og aðstoðaði strákana á ónefndu bílaverkstæði við að færa forláta bifreið, með kraftana að vopni, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Meira frá SuðurnesjumErlendir ferðamenn spreyttu sig á íslenskum lögum – Myndband!Eftirför lögreglu endaði á flugstöðvarbyggingunni – “Atburðurinn mjög alvarlegur”Dansatriði lögreglunnar á Suðurnesjum kostaði blóð, svita og tár – Myndband!Kvennakór tók lagið úti á svölum í rjómablíðu – Myndband!Hvetur sóðana til að koma og þrífa eftir sig – Myndir!Í ofsaveðri með myndavélina á lofti – Sjáðu geggjaðar myndir Hauks!Slökkviliðið á KEF toppaði dansinn – Sjáðu myndbandið!Fingralangir ferðalangar stálu áfengi af ferðalöngum á ferðalagiTeknir í fíkniefnaviðskiptum – Vildu fá peninginn til baka frá lögregluGamalt og [...]