sudurnes.net
Keilir lækkar skólagjöld og breytir fyrirkomulagi - Local Sudurnes
Keilir mun lækka skólagjöld um 40% og breyta fyrirkomulagi, sem mun nú miðast við að Háskólabrú í staðnámi hefjist á haustin en í fjarnámi á vorin. Haustið 2017 geta nemendur hinsvegar í fyrsta skipti valið að hefja nám í Háskólabrú í staðnámi bæði á Ásbrú og Akureyri, eða í fjarnámi með og án vinnu. Við þessar breytingar á fyrirkomulagi námsins hefur einnig skapast svigrúm til hagræðinga og hefur Keilir því ákveðið að lækka skólagjöld í Háskólabrú um 40% frá og með skólaárinu 2017 – 2018. Breytingin mun þannig gilda fyrir alla þá sem stunda nám í Háskólabrú frá og með haustönn 2017, bæði núverandi nemendur og nýnema. Eftir breytinguna mun fullt nám á tveimur önnum í félagsvísinda- og lagadeild kosta um 270.000 kr. Meira frá SuðurnesjumFisktækniskólinn fékk Erasmus styrkDrög að svari frá lífeyrissjóðum liggja fyrir – Búist við löngum bæjarstjórnarfundiEitt Suðurnesjafyrirtæki fékk styrk úr Samfélagssjóði LandsbankansFerðaþjónusta Reykjaness mun áfram sjá um akstur fatlaðra í ReykjanesbæSpá miklu hvassviðri – Slæmt skyggni og akstursskilyrði í dagFær sjö milljónir króna fyrir að farga kálfiMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnLeggja til að boðið verði upp á ókeypis tíðarvörur í grunnskólumKeilir fékk 15 milljóna króna styrk vegna [...]