sudurnes.net
Keilir hlaut verkefnastyrk Nordplus - Leiða þróunarverkefni tengd vendinámi - Local Sudurnes
Nýverið hlaut Keilir verkefnastyrk úr Nordplus – Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar til að leiða eins árs þróunarverkefni þar sem tekin eru saman fyrirmyndarverkefni á Norðurlöndunum og Eystrarsaltsríkjunum sem tengjast vendinámi. Ásamt Keili eru University College Syddanmark í Danmörku, Háskólinn í Tallinn í Eistlandi og Háskólinn í Turku aðilar að verkefninu. Að verkefninu koma helstu sérfræðingar landanna í vendinámi en sem dæmi má nefna að samstarfsaðilar halda meðal annars úti upplýsingasíðunum www.flippedlearning.dk og www.flippedlearning.fi. Keilir hlaut einnig ferðastyrk á vegum Erasmus+ áætlunarinnar til að heimsækja VUCsyd fullorðinsfræðslumiðstöðina í Haderslev á Jótlandi, en skólinn hefur á síðustu árum fengið fjölda viðurkenninga fyrir nýstárlega nálgun í hönnun og nýtingu skólahúsnæðis. Ferðin verður farin haustið 2016 og er tilgangur að skoða sérstaklega hvernig tengja má saman kennslurými og kennsluaðferðir. Þá tekur skólinn þátt í nýju Erasmus+ samstarfsverkefni um nýstárlegar kennsluaðferðir í skólastarfi. Meðal samstarfsaðila eru háskólar og starfsmenntastofnanir frá Ítalíu, Portúgal, Danmörku, Spáni og Grikklandi. Hlutverk Keilis verður að innleiða þekkingu og reynslu og innleiðingu vendináms. FLIP – Flipped Learning in Praxis Haustið 2014 hlaut Keilir, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu, verkefnastyrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upplýsingatækni er notuð til að auðga [...]