sudurnes.net
Keflavíkurflugvöllur fær alþjóðleg þjónustuverðlaun - Local Sudurnes
Þjónustugæði Keflavíkurflugvallar í fyrra eru meðal þeirra bestu á evrópskum flugvöllum sem taka árlega við á bilinu 5 til 15 milljón farþegum. Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem Alþjóðasamtök flugvalla (ACI) hafa framkvæmt á helstu flugvöllum heims. Verðlaunagripinn átti að afhenda við hátíðlega athöfn í Kraká í Póllandi í september en ekkert varð af því vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Verðlaunagripurinn er þó kominn til Íslands og veitti Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, honum viðtöku nú á dögunum. „Ég vil óska öllu starfsfólki á Keflavíkurflugvelli til hamingju með þennan frábæra árangur,“ sagði Sveinbjörn við það tækifæri. „Við erum ákaflega stolt af því að hafa náð að standast eða fara fram úr væntingum farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra. Þessi viðurkenning er afrakstur góðrar samvinnu Keflavíkurflugvallar og allra rekstraraðila á flugvellinum sem þjónusta farþegana á ferð þeirra um flugvöllinn.“ „Markmiðið er að halda áfram á sömu braut. Við stöndum frami fyrir áskorunum vegna áhrifa Covid-19 á Keflavíkurflugvöll, en ég er þess fullviss að okkar öfluga fólk á vellinum haldi áfram að mæta þörfum farþega og gott betur. Þegar ástandið batnar á aftur eftir að kvikna mikið og gott líf á Keflavíkurflugvelli.“ Keflavíkurflugvöllur hefur tekið þátt í þessari könnun ACI frá árinu 2004 og [...]