sudurnes.net
Kanadískir flugmenn afhentu Umhyggju söfnunarfé - Stoltir af því að vinna með Íslendingum - Local Sudurnes
Kanadíski flugherinn sem verið hefur hér við land í loftrýmisgæslu safnaði fé fyrir góðu málefni á meðan dvöl þeirra stóð, meðal annars með áheitahlaupi milli Reykjavíkur og Keflavíkur til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Það var Mitchell undirofursti, sem er bæði flugmaður CF-18-orrustuþotu og langhlaupari, sem hljóp 46 kílómetra leið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, á rétt rúmum fjórum klukkustundum. Alls söfnuðust 154.988 krónur og tóku fulltrúar Umhyggju við söfnunarfénu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 16. júní. Þátttaka kanadísku flugsveitarinnar og orrustuþotnanna í loftrýmisgæsluverkefni Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, er liður í Operation REASSURANCE, sem er framlag Kanada til öryggis- og varnaðaraðgerða bandalagsins. Félagar í sveitinni segjast stoltir af því að vinna með Íslendingum, bandamönnum sínum, að því að tryggja öryggi loftrýmisins. Meira frá SuðurnesjumOfursti í kanadíska hernum hljóp á milli Reykjavíkur og Keflavíkur – Safnaði fyrir UmhyggjuEnn stefnt að opnun World Class í ReykjanesbæTeam HS Orka í WOW-Cyclothon – Hjóla 1358 km til styrktar góðu málefniÓánægja vegna verðhækkunar á Þakkargjörðarhlaðborði – “Fylgir Vaselín með?”Reykjanesbær verði heilsueflandi samfélagSendinefnd ESB hreinsaði rusl í Grindavík – Tonn af rusli á þremur tímumGrenndargámar komnir upp á SuðurnesjumUmhverfisvænu hreinsiefnin frá Odin Global spara vinnu og fjármuniBjóða upp á framhaldsskólanám í tölvuleikjagerðSalat frá Gló á boðstólnum í [...]