sudurnes.net
Kanadíski flugherinn sér um loftrýmisgæslu næsta mánuðinn - Local Sudurnes
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar kanadíska flughersins. Alls munu um allt að 160 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex Hornet CF-188 orrustuþotur. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að verkefninu ljúki miðjan júní. Verkefnið er framkvæmt af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samvinnu við Isavia. Meira frá SuðurnesjumSex orrustuþotur og 180 hermenn sinna loftrýmisgæslu frá KeflavíkurflugvelliÍtalir mæta í loftrýmisgæsluRannsóknarstofnun á sviði öryggismála vill að varnarstöð verði opnuð á KeflavíkurflugvelliIsavia þarf að greiða fasteignagjöld til ReykjanesbæjarUm 135 ítalskir hermenn mættir í loftrýmisgæslu – Sjáðu myndirnar!Lögregla lýsir eftir VeronikuÁratuga viðskiptasamband fór illa – Krafðist 130 milljóna en þurfti að greiða sexÁlag á björgunarsveit ástæða brennuleysisMilljarða verkefni vegna komu bandaríska hersins hefjast í haustHr. Hnetusmjör tryllti lýðinn með Njarðvíkurgull um hálsinn – Myndband!