Nýjast á Local Suðurnes

Kallað eftir betri internettengingu í Reykjanesbæ – Bæjarstjóri boðar til fundar

Töluverð umræða hefur farið fram um ófullnægjandi internettengingar í Reykjanesbæ á samfélagsmiðlunum undanfarið, en mörgum finnst Suðurnesjasvæðið vera að dragast aftur úr í þessum efnum. Þá hefur Suðurnes.net fengið fjölmargar ábendingar um það að miklar truflanir hafi verið á sjónvarpsútsendingum og netþjónustu Símans undanfarna daga.

Umræðurnar vöktu athygli bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartans Más Kjartanssonar, sem boðaði nokkra aðila með þekkingu á þessum málum á sinn fund, meðal annars með það að markmiði að setja upp stefnu fyrir Reykjanesbæ í þessum málum.

Sjá má umræður um netmálin í Facebook-hópnum “Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri