sudurnes.net
Kærur vegna utanvegaaksturs við gosstöðvarnar - Local Sudurnes
Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa orðið vitni að ítrekuðum akstri utan vega ásamt því að almenningur hefur sent inn ábendingar. Fjöldi atvika og ökutækja sem hefur verið ekið utan vega er sennilega án fordæma. Tvær kærur hafa þegar verið sendar til lögreglu og fleiri eru í vinnslu.Mest virðist hafa verið ekið í gegnum Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggja slóðar og för eftir ökutæki sem ná langt út frá þeim vegum sem skráðir eru á svæðinu í aðalskipulag Grindavíkur. Kort úr aðalskipulaginu sem sýnir skráða vegi í sveitarfélaginu fylgir þessari tilkynningu. Jafnframt hefur ítrekað verið ekið út af þessum slóðum og farið nýjar leiðir – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Dæmi erum um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli, um 4 km leið yfir ósnortið hraun.Starfsmenn stofnunarinnar hafa farið í Nátthaga og Meradali til að skoða verksummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Nátthaga. Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna þessa mála. Tvö mála hafa þegar endað með kæru til lögreglu og mun [...]