sudurnes.net
Kæru vegna niðurrifs sundhallar vísað frá - Kærandi býr of langt frá byggingarstað - Local Sudurnes
Kæru Ragnheiðar Elínar Árnadóttur vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu var vísað frá af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kærunni er vísað frá á þeim forsendum að kærandi búi of langt frá umræddu svæði. „Kærandi er búsettur í níu hund­ruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þá kemur fram í úrskurðinum að Hollvinasamtök Sundhallar Keflavíkur geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en í kæru Ragnheiðar Elínar segir að hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. Meira frá SuðurnesjumNáðu að lenda en farþegar fá ekki að fara frá borðiStarfsstöðvar Isavia ljúka við þriðja græna skrefiðBarnahátíð og Skemmtigarðurinn í samstarfWizz í startholunum – Mögulegt að bóka ÍslandsferðFlóttamenn langfjölmennasti hópurinn á fjárhagsaðstoðSuðurnesjamær ein af „bestu flugfreyjum heims“Mennirnir sem féllu í sjóinn ÍslendingarGrímuskylda í FSNjarðvík þarf að greiða fyrir Kristinn – “Til háborinnar skammar fyrir FIBA”Grindvíkingar endurheimta og endursemja við sterka leikmenn