Nýjast á Local Suðurnes

Jón Ingi nýr innkaupastjóri Reykjanesbæjar – 24 sóttu um starfið

Jón Ingi Benediktsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn í starf innkaupastjóra á fjármálasviði Reykjanesbæjar.

Jón Ingi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði á sviði vörustjórnunar frá Tækniskóla Íslands. Hann á að baki farsælan feril, en sl. 25 ár hefur hann m.a. gegnt starfi deildarstjóra reksturs og innkaupa hjá Ríkisútvarpinu og verið þar í forsvari fyrir innkaupastefnu og leitt fjölmörg krefjandi verk á sviði innkaupamála. Frá árinu 2014 hefur Jón Ingi starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi við að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að bæta innkaup þeirra.

Alls 24 sóttu um starf innkaupastjóra. Auk Jóns Inga voru það eftirfarandi:

Albert B. Hjálmarsson
Arnar Már Elíasson
Ágúst Fjalar Jónasson
Bjarnhéðinn Guðlaugsson
Einar Kristjánsson
Elísabet María Þórhallsdóttir
Grétar Erlingsson
Grímur Steinn Karlsson
Helga Helgadóttir
Hólmgrímur Þorststeinsson
Konráð Gylfason
Kristinn Karel Jóhannsson
Kristinn Leví Aðalbjörnsson
Ólafur Guðjón Haraldsson
Sigurður Már Eggertsson
Sigurður Sigurðsson
Sunna Dís Klemensdóttir
Viðar EInarsson
Þorgeir Ragnarsson
Þórður Karlsson
Þórey S. Þórisdóttir
Þráinn Guðbjörnsson
Þröstur Már Bjarnason