sudurnes.net
Jafna eldsneytisverð Costco - Verðið þó áfram í hæstu hæðum á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Atlantsolía mun frá og með deginum í dag lækka verð á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði til jafns við verðið hjá Costco í Kauptúni. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir lækkunina meðal annars vera tilraun til þess að koma til móts við viðskiptavini fyrirtækisins á Suðurnesjum. “Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Segir markaðsstjóri Atlantsolíu í samtali við Vísi.is. Bensínlítrinn í Kaplakrika fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Þá lækkar dísillítrinn úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Bensín og dísilverð er áfram í hæstu hæðum á Suðurnesjum, en ódýrasta lítraverð á bensíni er tæplega 217 krónur um þessar mundir og á dísil á bilinu 208 – 212 krónur á líter. Meira frá SuðurnesjumEign Festu í Högum hefur rýrnað um 670 milljónir króna frá opnun CostcoNjarðvíkingar afla fjár með pílukasti og steikarkvöldiAtvinnuleysi komið yfir 20 prósentinCostco-vörur á Costco-verðum í ReykjanesbæNjarðvík og Grindavík eiga útileiki í Powerade-bikarnum í kvöldÞetta eru Costcovörurnar sem eru í boði í [...]