sudurnes.net
Ítalskan verktakarisa vantar starfsfólk í Keflavík - Local Sudurnes
Ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher auglýsir eftir starfsmönnum um þessar mundir, en samið var við fyrirtækið um hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið er með starfsemi um heim allann og hefur meðal annars haft með höndum byggingaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið auglýsir eftir fólki í hin ýmsu störf, meðal annars eftir verkefnastjóra, staðarstjóra, hönnuðum og í önnur stjórnunarstörf við verkefnið. Verksamningurinn á milli bandaríkjahers og ítalska fyrirtækisins er til tveggja ára og skal verkinu vera lokið eigi síðar en í febrúar 2021. Samningsupphæðin er tæplega 14 milljónir dollara eða rúmlega 1,6 milljarður króna. Meira frá SuðurnesjumSamið við bandarískt fyrirtæki um breytingar á flugskýli fyrir kafbátaleitarvélarFella niður leikskólagjöld hafi foreldrar börn sín heimaIsavia semur við HS Orku um hleðslustöðvarFlugvellir í útboð hjá ReykjanesbæStæði fyrir húsbíla og ferðavagna á tveimur stöðum á LjósanóttBæjarstjórn fagnar niðurstöðu í kísilmverksmiðjumáliUmsækjendum um nám í Háskólabrú Keilis fjölgar mikið – Bjóða upp á nám á enskuVogar byggja upp Miðsvæði – Fyrsti áfangi boðinn útÞrítug Þruma í Grindavík – Öflug starfsemi í veturÁ þriðja tug hafa kært – Tók mynd­ir í óleyfi af Face­book-síðum ungra stúlkna