Nýjast á Local Suðurnes

Íslenskur sjávarútvegur hefur unnið nýja markaði með auknu farþegaflugi

Aukning á farþegaflugi til og frá landinu hefur hjálpað til við að búa til nýja markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood á ráðstefnu Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi.

Fjallaði Birgir þar um hve mikilvægt flugið væri fyrir útflutning á ferskum fiski. Ice Fresh Seafood er í eigu Samherja að því er fram kemur í frétt Vísis um málið.

Þá ræddi Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco um mikilvægi nálægðar við flugvelli fyrir hagvöxt, á fundinum, en fram kom í máli Kjartans að mörg fyrirtæki nýttu sér hann, enda væru góðar tengingar nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum.