sudurnes.net
Íslenskir farþegar Air Berlin: "Vissum að eitthvað væri að þegar við fengum ekki að fara upp að flugstöðinni" - Local Sudurnes
Nokkrir Íslenskir farþegar voru um borð í flugvél Air Berlin sem kyrrsett var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna skulda flugfélagsins við rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, Isavia. Farþegarnir segjast ekki hafa orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa að öðru leyti en því að töluverð bið skapaðist vegna málsins, auk þess sem vélinni var lagt langt frá flugstöðvarbyggingunni. Farþegar sem Suðurnes.net ræddi við segjast hafa uppgötvað að ekki væri allt með felldu þegar flugvélinni var ekið að stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli og fólk beðið að halda kyrru fyrir í vélinni. Þá segjast farþegarnir hafa tekið eftir því að tækjum frá Isavia hafi verið ekið í veg fyrir vélina. “Vélinni var lagt hjá stóra flugskýlinu, lengst í burtu frá flugstöðinni og við þurftum að halda kyrru fyrir í töluverðan tíma. Það voru áberandi margir í kring og búið að leggja vinnubílum, töskubílum og fleiri ökutækjum, svo vélin kæmist ekkert. Við vissum að eitthvað væri ekki í lagi þegar við sátum um borð og vélin fékk ekki að fara að flugstöðinni.” Segir farþegi sem var um borð. Farþegarnir sem Suðurnes.net ræddu við vildu einnig koma því á framfæri að starfsfólk Air Berlin hafi staðið sig vel og þjónustan um borð hafi verið góð og farþegar upplýstir um stöðu [...]