sudurnes.net
Íslandsmeistaratitlar til Grindavíkur og Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Feðgarnir og Grindvíkingarnir, Guðjón Hauksson og Hörður Þór Guðjónsson urðu Íslandsmeistarar í tvímenning í pílukasti um helgina. Þá varð Kitta Einarsdóttir úr Pílufélagi Reykjanesbæjar Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt Ingibjörgu Magnúsdóttur úr Pílufélagi Hafnarfjarðar. Feðgarnir Guðjón og Hörður lögðu félaga sína úr Grindavík, þá Matthías Örn Friðriksson og Björn Steinar Brynjólfsson 6-2 í úrslitaleiknum. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Harðar í 501 tvímenning en sjötti titill Guðjóns. Kitta Einarsdóttir var einnig að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 501 tvímenning. Meira frá SuðurnesjumGrindavík semur við nokkra leikmennSex af Suðurnesjum í fyrsta landsliðshóp Daníels GuðnaAlexander Veigar og Matthías Örn áfram hjá GrindavíkGrindvíkingar lögðu Njarðvíkinga í LjónagryfjunniVíðissigur í grannaslag – Þróttur vann fyrsta leikinnMatthías Íslandsmeistari í pílukastiArnar tekur við NjarðvíkLandsliðsþjálfari Austurríkis stjórnar Vogabúum í bikarkeppni HSÍHeimsóttu Ragnar Örn og veittu honum Gull-heiðursmerki KeflavíkurAngela Rodriguez þjálfar Grindavík í vetur – Sex leikmenn skrifuðu undir samninga