sudurnes.net
Isavia úthlutar styrkjum - Tvö Suðurnesjaverkefni fengu styrk - Local Sudurnes
Isavia hefur úthlutað styrkjum til ellefu verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga en við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og ætíð berst nokkuð mikill fjöldi umsókna. Verkefnin sem fengu styrk að þessu sinni eru: Suðurnesjadeild Ferðaklúbbsins 4×4 fékk styrk til að koma í veg fyrir gróðurskemmdir og landfok af völdum utanvegaaksturs með því að merkja leiðir og lagfæra tjón sem orðið er. Líf styrktarfélag fékk styrk fyrir Globeathon styrktarhlaupið/-gönguna, alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum Einstök börn fengu styrk til námskeiðshalds og meðferðarviðtala fyrir systkini barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Rauði krossinn við Eyjafjörð fékk styrk til kaupa á peysum fyrir áfallateymi Rauða krossins sem sinnir meðal annars sálgæslu. Team Rynkeby styrktarfélag mun í sumar hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar. Isavia styrkir ferðina, en styrkurinn rennur óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Samgönguminjasafnið í Skagafirði hlaut styrk til reksturs safnsins. Samgönguminjasafnið geymir merkar minjar sem tengjast samgöngusögu Íslendinga, meðal annars bíla, rútu, mótorhjól, sleða, búvélar, flugþyt og margt fleira. Vesturfarasetrið á Hofsósi fékk styrk til verkefnisins Grettings from Iceland. Hópur Íslendinga fer til Vancouver og [...]