Nýjast á Local Suðurnes

Isavia ræður geimfara til starfa – Markaðsetja prófanir í hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli

Myndin tengist fréttinni ekki

Isavia hefur ráðið Bjarna Tryggva­son, sem er best þekktur sem fyrsti ís­lenski geim­farinn, eða sá eini, til þess að vinna með fyrirtækinu að þróun á flug­véla­próf­un­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. Nokkrar umsóknir frá stærstu flugvélaframleiðendum heims, Airbus og Boeing liggja þegar fyrir, en fyrirtækin vilja nýta Keflavíkurflugvöll til prófana á Air­bus 330 í sum­ar og Boeing 737 Max í haust, ásamt nýju 787-10.

Flugprófanir hafa verið nokkuð algengar á Keflavíkurflugvelli í gegnum tíðina og stutt er síðan flugvélaframleiðandinn Airbus prófaði nýja A350-900 vél sína á vellinum. Stjórnendur Isavia höfðu þó ákveðið að hætta flug­próf­un­um á vellinum eftir að gefið hafði vil­yrði fyr­ir því að kín­versk­ur fram­leiðandi fengi að fram­kvæma flug­próf­un vegna nýrr­ar vél­ar sem þeir hafa þegar tekið í notk­un.

„Þar sem Isa­via hafði tekið fyr­ir flug­próf­an­ir bauðst ég til þess að koma og aðstoða Isa­via við að skoða þau vanda­mál sem tengd­ust próf­un­um, enda var ljóst að ef Kín­verj­arn­ir hefðu lent í vanda­mál­um þá myndi kannski verða lokað á flug­próf­un hér fyrr fullt og allt“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is.

„Kín­verj­arn­ir hafa verið með allt á hreinu, en smá hnökr­ar tengd­ust tungu­mála­örðug­leik­um, en nú eru þeir hér og bíða bara eft­ir vindi sem er ótrú­legt, þetta er hugs­an­lega mesta kyrrð sem ég hef nokk­urn tíma upp­lifað á Íslandi í tvær heil­ar vik­ur,“ sagði Bjarni.

Í frétt mbl.is kemur fram að í næstu viku verði hald­in alþjóðleg ráðstefna flug­véla­fram­leiðenda í Seattle í Banda­ríkj­un­um og á þeim fundi stend­ur til að upp­lýsa um flug­próf­un­araðstæður og skil­yrði á Kefla­vík­ur­velli.