sudurnes.net
Isavia fær jafnlaunavottun - Local Sudurnes
Jafnlaunavottun hjá Isavia var lokið í október á síðasta ári og í framhaldi af því hefur Jafnréttisstofa staðfest þá úttekt. Innleiðingu verklags í samræmi við jafnlaunastaðal er því lokið. Það er BSI á Íslandi, faggildur vottunaraðili, sem hefur staðfest að Isavia uppfylli öll skilyrði jafnlaunavottunar. Isavia hefur um árabil lagt mikla áherslu á jafnvægi í launamálum kynjanna og hefur sú áhersla skilað þessum góða árangri. Félagið hefur í þrígang áður hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PWC. Með því að fá vottun á launakerfi sitt, hefur Isavia fengið heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið og verður það meðal annars sett fram í atvinnuauglýsingum Isavia framvegis, segir í tilkynningu. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með þeirri vottun sem nú er í höfn skuldbindur Isavia sig jafnframt til að vinna áfram að umbótum á þessu sviði og bregðast við frávikum sem upp kunna að koma og að við ákvörðun starfskjara verður tryggt að viðmið við ákvörðun feli ekki í sér kynjamismun. Meira frá SuðurnesjumÞjóðarsáttmáli um læsi undirritaður á morgunÞróttarar hefja knattspyrnutímabilið á laugardag – Leika í ReykjaneshöllJónas Guðni sér um styrktar- og samningsmál KeflavíkurVíðismenn taka þátt í áskorun Dizzygoals – Myndband!Ragnheiður Sara efst allra eftir [...]