sudurnes.net
Isavia býst við að röskun verði á millilandaflugi í dag - Local Sudurnes
Vegna aftakaveðurs sem Veðurstofa Íslands spáir í dag má búast við röskun á innanlands- og millilandaflugi í dag og í kvöld. Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum á www.isavia.is, www.kefairport.is eða vef síns flugfélags. Einnig er rétt að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum um færð á vegum. Í veðri sem þessu er möguleiki á mjög slæmri færð um Reykjanesbrautina og jafnvel gæti leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur orðið ófær, segir í tilkynningu á vef Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúar íslensku flugfélaganna WOW-Air og Icelandair segja í samtölum við fjölmiðla að allt verði gert til að halda áætlun. Síðustu lendingarnar á Keflavíkurflugvelli fyrir ofsaveðrið eru áætlaðar um klukkan 16 í dag og síðustu brottfarir um klukkan 17. Meira frá SuðurnesjumÓveður gæti haft áhrif á flugSuðurnesjakonur í stjórnmálum skrifa undir #Metoo áskorunVara við hálku og slæmu skyggni á ReykjanesbrautVilja viðræður við KSÍ um þjóðarleikvangHugur í Njarðvíkingum fyrir 17. bikarúrslitaleikinnAukning í beiðnum um fjárhagsaðstoð ekki tengd Covid 19Húsaleiga hefur hækkað mest á SuðurnesjumViltu eignast Hafnfirðing? – Það er mögulegt að nálgast þá gefins!Ísland í beinni á Snapchat – Deilum flottum myndum af Suðurnesjum með umheiminum!Skemmtistaðir notast við sameiginlegt Tetra-kerfi – Síbrotamenn bannaðir á öllum stöðum