sudurnes.net
Íkveikjur og skemmdarverk á Suðurnesjum um páskana - Local Sudurnes
Nokkuð hefur borið á skemmdarverkum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tvær bifreiðir, sem stóðu inni í porti í Keflavík, voru skemmdar, önnur þeirra mikið. Í báðum bifreiðunum fundust steinhnullungar sem höfðu að líkindum verið notaðir til að brjóta rúður í þeim. Þá var brotist inn í listasmiðju á Ásbrú og málningarfötum kastað af millilofti niður á gólf. Einnig hafði verið tæmt úr slökkvitæki á gólfið. Þá hafði verið kveikt í blaðahrúgu á gólfi. Daginn eftir var brotist inn í húsnæðið við hliðina og þar kveikt í ruslahrúgu á gólfi. Var eldurinn slokknaður í báðum tilvikum þegar tilkynnendur komu á vettvang. Lögreglan rannsakar málin. Meira frá SuðurnesjumKlór fór inn á neysluvatnskerfi – Látið vatnið renna þar til lyktin er farinÁhyggjur af fjölda í strætó – Engin formleg kvörtun vegna áreitisBæjarstjóri bendir ósáttum íbúum á að senda inn athugasemdir við deiliskipulagMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnKrefja BaseParking um 5 milljónir króna – Myndavélaeftirlit staðfestir brot á notkunarskilmálumFlugeldi kastað inn um glugga íbúðarhússUnnið að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlunSkömmustulegir eftir áminningu frá lögregluGrindavíkurbær tapar dómsmáli – Prókúrulaus reyndi að kaupa skólastofurNýtt hverfi fær nafnið Hlíðarhverfi