sudurnes.net
IKEA kemur að uppbyggingu skólastofa - "Ekki nóg að breyta því hvernig námið fer fram" - Local Sudurnes
IKEA á Íslandi og Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu á skólastofu framtíðarinnar sem verður í nýjum Menntaskóla á Ásbrú sem hefst næsta haust. Samkvæmt yfirlýsingunni, sem var undirrituð á UT-messunni í Hörpu þann 9. febrúar síðastliðinn, verður lögð áhersla á þróun námsrýmis sem mun þjóna nemendum í skólum framtíðarinnar. „Það er okkur sönn ánægja að koma að mótun skólastofu framtíðarinnar með þessum hætti“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. „Starfið sem fer fram á Ásbrú er afar metnaðarfullt og framsækið og það samræmist gildum okkar fullkomlega að taka þátt í að útbúa þægilega og heimilislega aðstöðu þannig að nemendur geti sinnt náminu á sinn hátt.“ Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, tekur í sama streng og ítrekar mikilvægi þess að námsumhverfi í skólum sé þróað í nánum tengslum við bæði atvinnulífið og þá nemendur sem því er ætlað að þjónusta. „Í Keili höfum við undanfarin ár unnið náið með samspil námsumhverfis og nýstárlega kennsluhætti. Í því starfi höfum við tekið eftir mikilvægi þess að hlúa enn betur að umgjörð námsins og að þróa námsaðstöðu sem hentar bæði margbreytileika nemendanna og fjölbreytileika námsins. Það að framsækið og öflugt fyrirtæki eins og IKEA sjái tækifæri í [...]