sudurnes.net
IGS útbýr íbúðir fyrir 80 erlenda starfsmenn í Garði - Local Sudurnes
Um 80 erlendir starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS munu búa í Garði, en fyrirtækið er um þessar mundir að standsetja húsnæði sem áður var dvalarheimili aldraðra. Nesfiskur keypti húsnæðið eftir að það var auglýst til sölu, en leigir það áfram til IGS. Ekki er langt síðan fyrirtækið festi kaup á þremur fjölbýlishúsum á Ásbrú í sama tilgangi, en þar búa um 150 erlendir starfsmenn fyrirtækisins. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við Vísi.is að lítið mál sé að fá erlent vinnuafl til landsins, en að erfitt sé að finna húsnæði á svæðinu. „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ Meira frá SuðurnesjumIGS kaupir aðra blokk undir starfsfólk – Kadeco íhugar að standsetja starfsmannablokkirErlent vinnuafl á leið til landsins – IGS kaupir fjölbýlishús undir starfsfólkMest lesið á árinu: IGS fyllti heilu fjölbýlishúsin af erlendu vinnuafliUm 150 starfsmenn frá Póllandi verða ráðnir í sumarafleysingar hjá IGS20% af því sem við eigum notum við 80% af tímanumBæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum – Álag var á strætó vegna hælisleitendaKvikmyndin “Ég man þig” tekin upp að hluta í BakkaSkoraði þrennu á sjö mínútumFerskir vindar í Garði í fjórða sinnMiklu magni lyfja [...]