sudurnes.net
Idolið tekið upp að hluta í Hljómahöll - Myndir! - Local Sudurnes
Nýjasta sjónvarpsþáttaröðin af IDOL Stjörnuleit sem Stöð 2 hefur framleitt undanfarin ár var að hluta til tekin upp í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Stöðvar 2 fólk lagði undir sig nánast alla Hljómahöll í tæplega viku í októbermánuði síðastliðnum, segir á Facebook-síðu Reykjanesbæjar. Upptökur fóru aðallega fram í Stapa og Rokksafni Íslands en sá hluti þáttaraðarinnar sem tekinn er upp í Hljómahöll fer í sýningu á næstunni. Dómarar þáttanna eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Hr. Hnetusmjör. Kynnar eru Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. https://www.visir.is/k/54d32319-1713-45f0-a1d6-1f6ab9e4cb5a-1701092836885/daniel-agust-taradist Meira frá SuðurnesjumHvaða lag vilt þú heyra yfir flugeldasýningunni? – Taktu þátt í könnuninni!Vox Felix í undanúrslitum Kórar Íslands á sunnudag – Myndband!Leoncie tekur lagið í Reykjanesbæ í kvöldGarðbúar duglegir að skreyta húsin á SólseturshátíðinniKórar Íslands í beinni frá Ásbrú – Myndband!Megatalent frá Reykjanesbæ í Jólastjörnunni 2016 – Myndband!Halda tónleika til styrktar Minningarsjóðs ÖllaFlott flugeldasýning á Ljósanótt þrátt fyrir slæmt skyggniBríet í Hljómahöll – Örfáir miðar í boði!Bókasafn Reykjanesbæjar með skemmtilega dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna