sudurnes.net
Icelandair fyrst evrópskra flugfélaga með þráðlaust internet frá flugvelli til flugvallar - Local Sudurnes
Farþegar Icelandair geta frá og með deginum í dag tengst þráðlausu interneti um leið og stigið er um borð í flugvélar félagsins og er tengingin virk allt þar til lagt er að hliði við flugstöð á áfangastað. Icelandair, í samstarfi við Global Eagle Entertainment, er fyrsta flugfélagið í Evrópu sem býður þessa þjónustu. Áður var fyrst hægt að tengjast þegar flugvél hafði náð 10 þúsund feta hæð, og slökkt var á internettengingunni fyrir lendingu. Þráðlaust internet er í boði á öllum flugleiðum Icelandair ásamt afþreyingarkerfi í sætisbaki. Farþegar á almennu farrými greiða fyrir netaðganginn, en á Saga Class er þjónustan innifalinn. „Þessa nýjung er liður í þeirri stefnu okkar að gera flugið sem ánægjulegast fyrir farþega okkar. Að fara á netið er hluti af daglegri tilveru flestra, hvort sem um er að ræða persónulega notkun eða vinnutengda, og við viljum vera í fararbroddi við að gera fólki það kleift þegar ferðast er,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Meira frá SuðurnesjumSímafélagið flytur mikilvæg fjarskiptakerfi í gagnaver Verne Global á ÁsbrúUnnu skemmdarverk á sjónvarps- og nettengingum á ÁsbrúSuðurnesjabæjarliðin fá liðsaukaBókakonfekt Bókasafnsins í kvöld – Jón Kalmann les upp úr nýrri bók sinniÓvenju mörg kynferðisbrot á Suðurnesjum – Sami [...]