Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair aflýsir öllu flugi frá Keflavíkurflugvelli síðdegis

Öllu flugi Icelanda­ir til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna síðdeg­is, alls fimmtán flug­ferðum, hef­ur verið af­lýst vegna veðurs. Haft verður sam­band við alla farþega vél­anna á næstu klukku­tím­um og unnið að því að finna lausn­ir.

Þá hef­ur kom­um til Kefla­vík­ur verið seinkað, en vél­ar sem eiga að koma frá Evr­ópu síðdeg­is verður seinkað og áætlað er að þær leggi af stað frá Evr­ópu um átta­leytið í kvöld.