Icelandair aflýsir öllu flugi frá Keflavíkurflugvelli síðdegis

Öllu flugi Icelandair til Evrópu og Bandaríkjanna síðdegis, alls fimmtán flugferðum, hefur verið aflýst vegna veðurs. Haft verður samband við alla farþega vélanna á næstu klukkutímum og unnið að því að finna lausnir.
Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, en vélar sem eiga að koma frá Evrópu síðdegis verður seinkað og áætlað er að þær leggi af stað frá Evrópu um áttaleytið í kvöld.