sudurnes.net
Íbúum hleypt inn á skilgreint svæði - Local Sudurnes
Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hef­ur tekið ákvörðun um að hleypa íbú­um inn á skil­greint svæði í Grinda­vík. Svæðið sem um ræðir er aust­an meg­in við Vík­ur­braut í Grinda­vík, að Ægis­götu, en svæðið má sjá á kortinu hér fyrir ofan. Íbúar og fyr­ir­tæki aust­an meg­in við Vík­ur­braut og norðan við Aust­ur­veg eru í fyrsta hópi að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni. Lög­regla stýr­ir og skipu­legg­ur aðgerðirn­ar, segir í tilkynningu. Íbúar sem fá að fara inn til Grinda­vík­ur eiga að koma á söfn­un­arstaðinn sem er bíla­stæðið við gossvæðið, við Fagra­dals­fjall. Það þarf að koma um Suður­strand­ar­veg að aust­an til Grinda­vík­ur að söfn­un­arstað. Þar fer fram upp­lýs­inga­taka og skrán­ing, ásamt því að fólk fær frek­ari leiðbein­ing­ar. Frá söfn­un­arstað verður ekið í bíl­um viðbragðsaðila inn í bæ­inn. Heim­ild til þess að fara inn í bæ­inn er ábyrgðar­hluti og ekki létt­væg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyr­ir um­ferð. Þetta verður skipu­lögð og stýrð aðgerð und­ir stjórn lög­regl­unn­ar. Íbúar við þess­ar göt­ur eru í fyrsta hópi: Vík­ur­hóp, Norður­hóp, Hóps­braut, Suður­hóp, Efra­hóp, Aust­ur­hóp, Miðhóp, Stamp­hóls­veg­ur, Víðigerði, Aust­ur­veg­ur, Mána­gata, Mána­sund, Mána­gerði, Tún­gata, Arn­ar­hlíð, Akur og Stein­ar. Fyr­ir­tæki við þess­ar göt­ur eru í fyrsta hópi: Hafn­ar­götu, Selja­bót, Miðgarð, Rán­ar­götu, Ægis­götu [...]