sudurnes.net
Íbúaþing um nýja menntastefnu - Íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum - Local Sudurnes
Reykjanesbær heldur íbúaþing um nýja menntastefnu í Stapa þriðjudaginn 8. mars kl. 16:45 til 19:00. Allir sem hafa áhuga á skólamálum, íþróttum, tómstundum og forvarnarmálum eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Eftirfarandi þættir verða til umræðu á íbúaþinginu: Hvernig stuðlum við sameiginlega að því að undirbúa unga fólkið okkar sem best undir það að verða virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi á 21. öldinni? Hvaða þekkingu og leikni viljum við að börnin okkar og ungmenni tileinki sér með formlegri skólagöngu (leik-, grunn-, framhalds- og tónlistar)? Hvað viljum við að börnin okkar og ungmenni læri og tileinki sér með þátttöku í tómstundastarfi Hvaða leiðir er hægt að fara til þess að efla samstarf milli heimila og skóla og hvetja foreldra til þátttöku og ábyrgðar? Hvað einkennir gott skólasamfélag? Hvaða leiðir er hægt að fara til þess að ýta undir áhuga nemenda og skuldbindingu til náms nægilega snemma svo framhaldsnám gangi vel og minna verði um brotthvarf?“ Hvaða leiðir förum við til að efla samstarf og auðvelda umskipti á milli leik og grunnskóla? Hvaða leiðir förum við til að efla samstarf og auðvelda umskipti á milli grunn- og framhaldsskóla? Meira frá SuðurnesjumHvetja íbúa til þess að taka þátt í könnun [...]