Íbúar Suðurnesja hafa lent í flestum umferðarslysum undanfarin fimm ár

Næst flest umferðarslys á landinu verða á Reykjanesbraut á milli Vatnsleysustrandarvegar og Grindavíkurvegar og íbúar Suðurnesja hafa lent í flestum slysum, síðustu fimm ár, sé miðað við íbúafjölda.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um Umferðaslys Íslandi árið 2016, sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fjallar um á vef sínum. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi Selfyssingar lent í flestum slysum, en íbúar Reykjanesbæjar fylgja fast á hæla þeirra.
Yfir síðustu fimm ár voru það hins vegar íbúar Akureyrar, Selfoss og Reykjanesbæjar sem lentu í flestum slysum miðað við höfðatölu.