Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar Suður­nesja hafa lent í flest­um umferðarslys­um undanfarin fimm ár

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Næst flest umferðarslys á landinu verða á Reykja­nes­braut­ á milli Vatns­leysu­strand­ar­veg­ar og Grind­a­vík­ur­veg­ar og íbúar Suður­nesja hafa lent í flest­um slys­um, síðustu fimm ár, sé miðað við íbúa­fjölda.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu um Um­ferðaslys Íslandi árið 2016, sem Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) fjall­ar um á vef sín­um. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi Sel­fyss­ing­ar lent í flest­um slys­um, en íbú­ar Reykja­nes­bæj­ar fylgja fast á hæla þeirra.

Yfir síðustu fimm ár voru það hins veg­ar íbú­ar Ak­ur­eyr­ar, Sel­foss og Reykja­nes­bæj­ar sem lentu í flest­um slys­um miðað við höfðatölu.