Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundur vegna United Silicon – Ekki fjárfestar kynna starfsemi sína

Samtök Andstæðinga stóriðju í Helguvík boða til íbúafundar vegna starfsemi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Fundurinn verður haldinn þann 24. ágúst næstkomandi klukkan 19 í Stapanum. Andri Snær Magnason og Tómas Guðbjartsson eru á meðal þeirra sem eru á mælendaskrá.

Þá munu Lífeyrissjóðurinn Stapi og Landsbankinn lífeyrissjóður kynna starfsemi sína, en hvorugur sjóðurinn hefur fjárfest í stóriðjuverkefnum í Helguvík. Undir lok fundarins munu Samtök Andstæðinga stóriðju í Helguvík kynna fyrirhugaða fjársöfnun auk þess sem gestum fundarins gefst tækifæri á að taka til máls.

Dagskrá fundar (með fyrirvara um breytingar)

1. Formaður ASH Einar Már Atlason setur fund

2. Fundarstjóri Páll Valur Björnsson tekur við.

3. Formaður ASH Einar Már Atlason

4. Mælendaskrá
• Andri Snær
• Tómas Guðbjartsson – Ósnortin víðerni eru verðmætari en virkjuð.

5. Stapi lífeyrissjóður og Landsbankinn kynna lífeyrissjóði sína.
• Stapi lífeyrissjóður (kynning)
• Landsbankinn lífeyrissjóður (kynning)

6. 20 mín lausar fyrir íbúa til að koma upp og segja nokkur orð

7. Panell

8. Formaður kynnir fjársöfnun og sýnir myndband.

9. Fundi slitið kl 22:00