sudurnes.net
Íbúafundur vegna íbúakosningar í Stapa 19. nóvember - Local Sudurnes
Íbúafundur vegna rafrænnar íbúakosningar í Reykjanesbæ dagana 24. nóvember til 4. desember, um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík, verður haldinn í Stapa fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00. Á fundinum verður tilurð og fyrirkomulag kosningarinnar kynnt, ásamt sjónarmiðum bæjaryfirvalda og íbúa sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytinni í Helguvík. Boðið verður upp á umræður og fyrirspurnir úr sal að erindum loknum. Vefur um íbúakosninguna hefur verið opnaður á slóðinni www.ibuakosning.is (Íslenska, English, Polski). Þar eru að finna allar upplýsingar um fyrirkomulag kosningarinnar, sjónarmið bæjaryfirvalda og íbúa sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytingunni á íslensku, ensku og pólsku. Meira frá SuðurnesjumLengri opnunartímar í sundlaugumFræsa og malbika á fullu – Búast má við lítilsháttar töfum á umferðMagnús Scheving með fyrirlestur í tilefni HeilsuvikuKórar Íslands í beinni frá Ásbrú – Myndband!Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ munu leggja traust sitt á eftirlitsstofnanirÍbúafundur um skipulagsmál í Reykjanesbæ á laugardagFánadagur Þróttar í dag – Bæjarfulltrúar grilla fyrir gestiBoða til íbúafundar vegna loftmengunar þann 14. desemberÍbúafundir í Sandgerði og GarðiReykjanesbær opnar upplýsingavef vegna kosninga um deiliskipulagsbreytingar