sudurnes.net
Íbúafundir í Sandgerði og Garði - Local Sudurnes
Stýrihópur sem vinnur að úttekt á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar boðar til íbúafunda í báðum sveitarfélögunum til kynningar á niðurstöðum úttektar. Í Sandgerði verður íbúafundur mánudaginn 29. maí í Grunnskólanum í Sandgerði og hefst kl. 20:00. Vinsamlega athugið að í dreifibréfi til íbúa kom fram að fundurinn yrði haldinn í Vörðunni en fundurinn verður í grunnskólanum. Í Garði verður íbúafundur miðvikudaginn 31. maí í Miðgarði, sal Gerðaskóla og hefst kl. 20:30. Dagskrá fundanna er sem hér segir: Ráðgjafar KPMG kynna helstu niðurstöður greiningar varðandi sameiningu sveitarfélaganna. Næstu skref. Umræður. Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Íbúar eru velkomnir á hvorn fundinn sem er. Meira frá SuðurnesjumÍbúafundir um kosti og galla sameiningar Garðs og SandgerðisÍbúafundur um skipulagsmál í Reykjanesbæ á laugardagHvetja íbúa til þess að taka þátt í könnun um sameiningu sveitarfélagaBoða til fundar um umhverfismálBæta farangursflokkunarkerfi – Farþegar mæti þremur tímum fyrir flugÍbúar taki þátt í að móta framtíðinaÞekktur fyrirlesari með ókeypis foreldranámskeiðBlása til sóknar í ReykjanesbæSkýrsla KPMG um sameiningu Garðs og Sandgerðis: Fábreytni atvinnulífs einkennir minni sveitarfélögKjörstaðir í Garði og Sandgerði opnir til klukkan 22