Nýjast á Local Suðurnes

Iberia bætist í hópinn á Keflavíkurflugvelli – Ódýrt flug til Madríd

Stærsta flugfélag Spánar, Iberia, mun hefja áætlunarflug frá Madríd til Íslands næsta sumar. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Iberia mun fljúga til Íslands tvisvar í viku frá miðjum júní fram í miðjan september, en þetta er í fyrsts skipti sem Iberia flýgur til Íslands. Samkvæmt frétt Túrista munu ódýrustu farmiðarnir, án farangurs, kosta 28 þúsund, báðar leiðir.

Hingað til hefur Iceland boðið upp á eina ferð í viku frá lok júní fram til sumarloka og er þetta því mikil aukning í ferðum til og frá höfuðborg Spánar. Icelandair áformar þó einnig að auka við flug til Madríd en félagið mun fara tvær ferðir á viku næsta sumar.